Enski boltinn

Ken Bates kaupir Leeds aftur

NordicPhotos/GettyImages

Ken Bates verður áfram við stjórn hjá enska knattspyrnuliðinu Leeds United eftir að hafa unnið kapphlaupið um að kaupa liðið. Liðið féll úr næstefstu deild síðastliðið haust, eftir að hafa farið fram á greiðslustöðvun til að koma í veg fyrir gjaldþrot félagsins.

Þegar félagið fór fram á greiðslustöðvun voru tekin tíu stig af félaginu, en þar sem nánast var öruggt að liðið myndi falla tóku forráðamenn félagsins þessa ákvörðun.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×