Enski boltinn

Nugent til Portsmouth

NordicPhotos/GettyImages

Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth gekk í dag frá kaupum á enska landsliðsframherjanum David Nugent frá Preston fyrir 6 milljónir punda. Nugent hefur skrifað undir fjögurra ára samning við úrvalsdeildarfélagið og stóðst læknisskoðun í morgun. Hann er 22 ára gamall og vann sér sæti í enska landsliðinu á síðustu leiktíð þrátt fyrir að leika utan úrvalsdeildarinnar.

"Þeir dagar þar sem framherjar skoruðu 40 mörk eins og Clive Allen eru löngu liðnir, en Nugent hefur nægan tíma til að sanna sig hjá okkur. Hann hefur staðið sig vel í hverjum einasta leik sem ég hef séð hann spila," sagði Harry Redknapp stjóri Portsmouth, sem auk Nugent hefur keypt Hermann Hreiðarsson, Muntari og Sylvain Distin til félagsins í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×