Enski boltinn

City að kaupa ítalskan framherja

Rolando Bianchi
Rolando Bianchi NordicPhotos/GettyImages
Ítalska knattspyrnufélagið Reggina hefur gefið það út að félagið sé búið að ná grundvallarsamkomulagi við Manchester City á Englandi um að selja því framherjann Rolando Bianchi fyrir tæpar 9 milljónir punda. Bianchi er 24 ára gamall og varð fjórði markahæsti leikmaður A-deildarinnar á síðustu leiktíð með 18 mörk. Hann er fyrrum leikmaður U-21 árs liðs Ítala.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×