Enski boltinn

Ferguson: Náum vonandi að landa Tevez fljótlega

AFP

Sir Alex Ferguson segir að Manchester United muni væntanlega ná að landa framherjanum Carlos Tevez frá West Ham fljótlega. Hann segist helst vilja hafa klárað málið fyrir helgina síðustu, en reiknar með að enska úrvalsdeildin sé að tefja framgöngu málsins.

"Við erum í enn í samningaviðræðum og viljum ganga vel úr skugga um að séu engir lausir endar ef við göngum frá þessu. Við höfum náð samkomulagi við leikmanninn og þetta ætti að komast á hreint fljótlega. Lögmaður okkar er búinn að vinna í þessu í mánuð og ég var að vona að við næðum að klára þetta fyrir síðustu helgi. Það er væntanlega úrvalsdeildin sem er að draga lappirnar í málinu," sagði Sir Alex Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×