Enski boltinn

Neville vonast til að ná heilsu

Gary Neville
Gary Neville NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Gary Neville hjá Manchester United segist vonast til þess að vera búinn að ná heilsu þegar boltinn byrjar að rúlla aftur í ensku úrvalsdeildinni í næsta mánuði. Neville meiddist illa á ökkla gegn Chelsea í enska bikarnum í mars.

"Ég fór í aðgerð á ökkla fyrir fimm eða sex vikum og síðan er ég búinn að vera duglegur að æfa. Mér finnst ég vera búinn að ná fullum styrk og vona að ég verði klár þegar leiktíðin hefst því ég get ekki beðið eftir að byrja að spila," sagði Neville og bætti við að sigur United í deildinni í vor hafi komið mjög á óvart.

"Enginn átti von á því að Manchester United myndi verða enskur meistari á síðustu leiktíð og ég skrifa það á vanmat. Menn reiknuðu ekki með styrk knattspyrnustjórans okkar og allir horfðu til Chelsea vegna manna eins og Shevchenko og Ballack. Ferguson vissi hinsvegar alveg hvað hann var að gera þessi tvö ár sem okkur gekk ekki sem best og það sem hann var að gera var að byggja upp frábært lið. Við spiluðum frábæra knattspyrnu og áttum skilið að vinna deildina. Ég held að stuðningsmenn United hafi aldrei verið eins spenntir að bíða eftir að deildin hefjist eins og nú," sagði enski landsliðsmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×