Enski boltinn

Deilurnar voru Chelsea dýrkeyptar

Peter Kenyon
Peter Kenyon NordicPhotos/GettyImages

Peter Kenyon framkvæmdastjóri Chelsea, viðurkennir að deilur innan herbúða liðsins hafi verið því dýrkeyptar á síðustu leiktíð. Sagt var að Jose Mourinho knattspyrnustjóri og Roman Abramovich hefðu vart talast við á löngum köflum í fyrra, en Kenyon segir alla vera búna að grafa stríðsöxina.

"Ég held að enginn vilji fara út í svona deilur aftur á næsta tímabili, því þetta tók of langan tíma og kom niður á því hvernig liðinu var stýrt. Við höfum alltaf verið félag sem er ákaflega vel stýrt, en í fyrra voru brotalamir hjá okkur. Þetta hefur hinsvegar allt saman verið gert upp núna og við eyddum miklum tíma í að ná sáttum. Nú viljum við fyrst og fremst einbeita okkur að framtíðinni og ég lít þannig á að erfiðleikarnir í fyrra heyri sögunni til," sagði Kenyon í samtali við Daily Telegraph. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×