Enski boltinn

Liverpool og Atletico berjast um Quaresma

Quaresma er eftirsóttur af Liverpool
Quaresma er eftirsóttur af Liverpool AFP
Breska blaðið News of the World segir að Liverpool og Atletico Madrid séu nú í miklu kapphlaupi við að landa vængmanninum Ricardo Quaresma frá Porto í Portúgal. Bæði félögin eru sögð hafa lagt fram formleg tilboð, en Porto er sagt vilja fá 20 milljónir punda fyrir hinn 23 ára gamla leikmann. Liverpool á að hafa boðið 14 milljónir punda í hann, en forráðamenn Porto segja það ekki nógu háa upphæð til að réttlæta að setjast að samningaborði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×