Enski boltinn

Liverpool íhugar að stækka nýja völlinn

NordicPhotos/GettyImages

Tom Hicks, meðeigandi enska knattspyrnufélagsins Liverpool, segir að félagið sé að íhuga alvarlega að hafa nýja knattspyrnuleikvang félagsins stærri en áformað var í fyrstu. Nýr völlur átti að taka 61,000 manns í sæti og hófust viðræður í því sambandi um leið og Hicks og George Gillett eignuðust félagið á sínum tíma.

Völlurinn mun heita Stanley Park og verður honum ætlað að taka við af gamla Anfield, jafnvel strax árið 2009. "Borgarráðið í Liverpool mun fá áform okkar í hendur þann 25. júlí. Fyrst höfðum við fengið samþykki fyrir um 60,000 manna leikvangi, en það sem við erum að tala um núna er mannvirki sem rúmar hátt í 80,000 manns," sagði Hicks í samtali við Sunday Mirror.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×