Enski boltinn

Real staðfestir áhuga sinn á Fabregas

NordicPhotos/GettyImages

Daginn eftir að umboðsmaður spænska miðjumannsins Cesc Fabregas hjá Arsenal sagði að hann færi ekki frá félaginu, hafa forráðamenn Real Madrid á Spáni nú lýst því yfir að þeir hafi mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir.

"Auðvitað erum við heitir fyrir Fabregas," sagði Predrag Mijatovic, yfirmaður knattspyrnumála hjá Real. "Við höfum sýnt honum áhuga í meira en eitt ár og höfum enn áhuga á honum. Hann er frábær leikmaður og öll stórlið hafa áhuga á að fá hann í sínar raðir," sagði Mijatovic í samtali við Marca á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×