Enski boltinn

Nýtt veðmál hjá Ronaldo og Ferguson

Ronaldo er sagður ætla að beita rakvélinni næsta vor ef hann skorar ekki 20 mörk í deildinni
Ronaldo er sagður ætla að beita rakvélinni næsta vor ef hann skorar ekki 20 mörk í deildinni NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að Cristiano Ronaldo hjá Manchester United ætli að leggja enn meira undir í ár en í fyrra í árlegu veðmáli sínu við Alex Ferguson knattspyrnustjóra. Ronaldo veðjaði 400 pundum á að hann næði að skora 15 mörk í deildinni á síðustu leiktíð og vann - þar sem hann skoraði 17 mörk.

Heimildamaður The Sun fullyrðir að Ronaldo hafi lofað Alex Ferguson að raka af sér allt hárið ef hann nái ekki 20 mörkum í deildinni á næstu leiktíð og sagt er að hann pressi nú stíft á Sir Alex að gera það sama ef hann nær takmarkinu. Ronaldo er sagður vilja þannig gefa stjóranum "almennilegan hárblástur", en Ferguson er þekktur fyrir að láta hárin rísa á leikmönnum sínum þegar hann skammar þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×