Innlent

Hafnarfjarðarbær ætlar að nýta forkaupsrétt í Hitaveitu Suðurnesja

Hafnarfjörður tekur þátt í slagnum um Hitaveitu Suðurnesja.
Hafnarfjörður tekur þátt í slagnum um Hitaveitu Suðurnesja. MYND/GVA

Bæjarlögmaður Hafnarfjarðarbæjar tilkynnti fjármálaráðuneytinu í dag þá ákvörðun bæjaryfirvalda að nýta forkaupsrétt sinn í hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Frestur til að tilkynna nýtingu forkaupsréttar rennur út klukkan fjögur í dag. Þrjú sveitarfélög ætla að nýta sér forkaupsrétt sinn.

Bæjarstjórnir Hafnarfjarðarbæjar, Grindavíkurkaupstaðar og Reykjanesbæjar hafa allar tilkynnt fjármálaráðuneytinu að þær hyggist nýta forkaupsrétt sinn.

Orkuveita Reykjavíkur gerði í gær samning við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Grindavík um kaup á hlut þeirra í Hitaveitu Suðurnesja. Þá munu bæði sveitarfélögin selja Orkuveitunni þann hlut sem þau fá með því að nýta sér forkaupsrétt sinn.

Reykjanesbær ætlar einnig að nýta sér sinn forkaupsrétt. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði í fréttum í gær að það kæmi vel til greina að selja það hlutafé til Geysir Green Energy þó ekkert væri ákveðið í þeim efnum.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×