Innlent

Vegskálar við Óshlíðargöng gætu orðið þeir lengstu

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Útlit er fyrir að vegskálar við fyrirhuguð Óshlíðargöng verði þeir lengstu sem reistir hafa verið hér á landi. Nú standa yfir tilraunaboranir vegna jarðganga um Óshlíð.

Tilraunaboranir hófust fyrir um viku og menn eru nú farnir að fá ágætis mynd af svæðinu. Ágúst Guðmundsson, jarðfræðingur, segir berglögin virðast vera góð. Aftur á móti sé þykk skriða ofan við munna við Skarfasker í Hnífsdal og því þrufi mikinn gröft. Mikil skriða og skriðusár munu sjást á byggingartímanum.

Vegna skriðna ofan á munna við Skarfasker þarf að hafa vegskála óvenjulanga og líklega verða þar reistir lengstu vegskálar hér á landi.

Ágúst segir ljóst að einhverjar hindranir munu koma upp við gerð ganganna en er þó viss um að hægt verði að komast í gegnum þær.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×