Enski boltinn

Ben Haim semur við Chelsea

NordicPhotos/GettyImages
Ísraelski varnarmaðurinn Ben Haim hjá Bolton hefur ákveðið að ganga í raðir Chelsea á frjálsri sölu. Hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning og stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag. Hann er 25 ára gamall og kaus að fara til Chelsea frekar en að ganga í raðir Newcastle þar sem gamli stjórinn hans Sam Allardyce ræður nú ríkjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×