Enski boltinn

Segir Henry hafa samþykkt að fara til Barcelona

NordicPhotos/GettyImages

Franska blaðið France Football hefur eftir heimildamanni sínum í dag að framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal hafi samþykkti að gera þriggja ára samning við Barcelona. Fari svo að Arsenal samþykki kauptilboð spænska félagsins, gæti Henry orðið leikmaður Barcelona innan skamms.

Henry er með samning við Arsenal til ársins 2011 en hefur lengi verið orðaður við Katalóníuliðið. Alþekkt er að enska liðið hefur lítinn áhuga á að missa framherjann sem án efa er einhver besti leikmaður sem spilað hefur á Englandi. France Football segir að líklega muni málið stranda á kaupverðinu, en fullyrðir að Barca sé tilbúið að greiða 25 milljónir evra fyrir Henry. Sagt er að umboðsmaður Henry, Jerome Anderson, hafi átt fund með Txiki Beguristain hjá Barcelona fyrir nokkrum vikum þar sem þeir hafi komist að þessari niðurstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×