Enski boltinn

Gerrard segir sig og Lampard spila vel saman

AFP ImageForum

Steven Gerrard segir að hann og félagi hans í Enska landsliðinu, Frank Lampard, hafi sannað það fyrir öllum í vináttuleiknum gegn Brasilíu á föstudag að þeir geti vel spilað saman.

Mikið hefur verið rætt um það í Englandi að Gerrard og Lampard gætu ekki spilað saman á miðjunni, þar sem þeir væru báðir sóknarsinnaðir miðjumenn. T.a.m. var baulað á Lampard þegar honum var skipt út af í leiknum en hann hefur ekki verið í náðinni hjá aðdáendum Enska landsliðsins síðan á HM síðastliðið sumar.

"Sumt fólk er að tala um hversu illa við Frank náum saman en við verðum að halda áfram að spila fótbolta, okkur líkar báðum vel að sækja en við erum atvinnumenn og vitum að einn þarf að bíða ef að hinn sækir, og þannig getum við staðið okkur vel," sagði Gerrard

Hann bætti svo við. "Við verðum ekki alltaf saman í byrjunarliðinu, leikskipulagið breytist og mannskapurinn líka. Þannig að mér finnst að áhorfendur ættu að hvetja okkur þegar þjálfarinn velur okkur í liðið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×