Lífið

Blóðugur slagur fyrir betri tíð

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Þessar konur láta ekki sitt eftir liggja.
Þessar konur láta ekki sitt eftir liggja.

Söngur, dans, fyllerí og slagsmál. Nei, við erum ekki að tala um íslenskt sveitaball - heldur uppskeruhátíðina Tinka.

Í byrjun Maí ár hvert hittast þúsundir Bólivískra frumbyggja í afskekktum þorpum í fjallahéruðum landsins. Þar drekka þeir sig fulla og slást, jarðargyðjunni Bajamama til dýrðar.

Teygjubyssum, kylfum, hnefum og svipum er beitt í slagnum, sem endar iðulega með blóðsúthellingum, og stundum dauða. Samkvæmt þjóðtrúnni er blóðið ávísun á góða uppskeru.

Lögreglan í Machu, einni þeirra borga þar sem hátíðin fer fram, ákvað í ár að skerast í leikinn. Tveir hópar höfðu mælt sér mót þar með það fyrir augum að berjast til dauða. Tugir manna hafa látist á Tinka í borginni undanfarin ár, en mannslátin eru jafnvel talin tryggja enn betri uppskeru en blóðsúthellingar einar saman.

Bólivía er fátækasta land Suður-Ameríku, og byggja frumbyggjarnir afkomu sína að mestu á landbúnaði.

Tinka, sem þýðir fundur á Quechua tungu á sér rúmlega þúsund ára sögu. Mannfræðingar telja að upphaflega hafi hún verið notuð sem leið til að losa um spennu í samskiptum ættbálka. Þá hafi hún veitt skemmtum, á svipaðan hátt og fótboltaleikur eða hnefaleikar gera í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.