Innlent

Skilorðsbundið fangelsi og sekt fyrir líkamsárás

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann. Þá var hann jafnframt dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu nærri 300 þúsund krónur í skaðabætur vegna árásarinnar.

Hún átti sér stað í Hveragerði í apríl og var maðurinn ákærður fyrir að hafa kýlt fórnarlamb sitt nokkrum sinnum í andlitið og sparkað í það liggjandi. Viðurkenndi maðurinn að hafa kýlt fórnarlambið en ekki að hafa sparkað í það.

Dómurinn sagði árás ákærða með öllu tilefnislausa og að hún hefði komið brotaþola í opna skjöldu. Var hann því dæmdur í eins mánaðar fangelsi sem skilorðsbundið er til tveggja ára auk þess sem fórnarlambið fær skaðabætur upp á nærri 300 þúsund sem fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×