Innlent

Rannsókn á klámsíðu komin skammt á veg

Rannsókn lögreglu á íslenskri klámsíðu sem lokað var í fyrradag er skammt á veg komin. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem lögreglan rannsakar klámsíðu af þessu tagi sem vistuð er hér á landi.

Á heimasíðunni var fjöldinn allur af afar ógeðfelldum myndum, barnaklámi og dýraklámi. Eins og fram hefur komið í fréttum okkar þá var síðunni lokað eftir að fréttastofa fór að grennslast fyrir um málið og allt efni sem á henni var tekið út. Björgvin Björgvinsson hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að þetta sé fyrsta tilfellið sem hann muni eftir þar sem lögregla rannsakar íslenska klámsíðu, vistaða hér á landi. Fram til þessa hafa aðeins síður sem á er að finna tengla á erlendar síður lent á borði kynferðisbrotadeildarinnar. Rannsókn málsins er skammt á veg komin en enn hefur ekki verið óskað eftir upplýsingum frá hýsingaraðila um málið. Heimildir fréttastofu herma að eigandi síðunnar hafi sjálfur haft samband við lögreglu í gær og sagts ekki hafa vitað hvað væri vistað á síðunni. Hann hefur ekki verið kallaður til yfirheyrslu en lögregla skoðar nú myndir og annað efni sem vistað var á síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×