Innlent

Íslandshreyfingin hvetur til að staðið verði við loforð um Vaðlaheiðargöng

Íslandshreyfingin hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta þess efnis að ríkið hafi hætt stuðningi sínum við félagið Greið leið, sem vinnur að gerð ganga undir Vaðlaheiði. Í tilkynningunni segir að flokkurinn lýsi furðu sinni á fréttunum og að ljóst sé að göngin myndu hafa gríðarleg áhrif til góðs fyrir landshlutann.

 

 

„Það er ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sem hafa talað digurbarkalega um þessa framkvæmd nú í aðdraganda kosninga skuli nú rétt fyrir kosningar sýna hug sinn til verksins á þennan hátt,“ segir ennfremur. „Íslandshreyfingin lifandi land hvetur stjórnvöld til að standa við stóru orðin og efna þau loforð sem þau hafa veitt norðlendingum í þessum efnum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×