Innlent

Japanskur ferðamaður fékk sér sundsprett í Tjörninni

MYND/GVA
Tilkynnt var um karlmann á miðjum aldri í Tjörninni í gærkvöld. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var maðurinn, „sem er að öllum líkindum japanskur ferðamaður", eins og segir í tilkynningu frá lögreglunni, kominn á þurrt.

 

 

Lögreglan segir að maðurinn hafi ekki getað gert grein fyrir háttalagi sínu enda hafi hann vart staðið í lappirnar sökum ölvunar. Óljóst er því hvort maðurinn hafi einfaldlega stungið sér til sunds eða hvort hann hafi dottið. Maðurinn var færður á lögreglustöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×