Innlent

Sparisjóður Mýrarsýslu dæmdur til 26 milljóna greiðslu

Hæstiréttur dæmdi í dag Sparisjóð Mýrarsýslu til að greiða Kaupfélagi Árnesinga rúmar 26 milljónir króna auk vaxta. Sparisjóðurinn hafði tekið upphæð sem þriðji aðili greiddi inn á innlánsreikning Kaupfélagsins upp í skuld þess vegna víxla sem Sparisjóðurinn keypti af Kaupfélaginu.

Áður hafði Hæstiréttur fellt dóm um greiðsluskyldu Kaupfélagsins vegna víxlanna. Sparisjóðnum hafi hins vegar ekki verið heimilt að taka greiðslur þriðja aðila til sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×