Innlent

Lögregluembættin á Vesturlandi í nánara samstarf

Frá undirritun samkomulagsins í dag. Lögreglustjórarnir þrír ásamt Haraldi Johannessyni, ríkislögreglustjóra og Haraldi Winkel, yfirmanni stjórnsýslusviðs.
Frá undirritun samkomulagsins í dag. Lögreglustjórarnir þrír ásamt Haraldi Johannessyni, ríkislögreglustjóra og Haraldi Winkel, yfirmanni stjórnsýslusviðs. MYND/RLS

Löggæsla á Vesturlandi verður efld verulega og viðbragðstími styttur samkvæmt nýju samkomulagi milli lögregluembættanna í landsfjórðungnum. Framvegis mun lögreglulið á svæðinu sjá sameiginlega um allt eftirlit án tillits til umdæmamarka.

Samkomulagið var undirritað í dag af lögreglustjórum þriggja lögregluumdæma á Vesturlandi. Akranesi, Borgarnesi og Snæfellsnesi.

Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra er haft eftir Haraldi Johannessyni, ríkislögreglustjóra, að með samninginum verði mögulegt að stytta viðbragðstíma lögreglunnar á Vesturlandi og auka þjónustu við íbúa.

Samkvæmt samkomulaginu munu lögregluliðin halda uppi virku eftirliti og sinna sameiginlega umferðaröryggisgæslu í fjórðungnum. Náið samstarf verður meðal lögregluliðanna og vakstjóra embættanna munu hafa með sér samráð bæði hvað varðar dagleg störf lögreglumannanna og við úrlausn stórra og tímafrekra vandamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×