Stjórn Baugs lýsir yfir stuðningi við Jón Ásgeir 3. maí 2007 15:50 MYND/365 Dómur í Baugsmálinu endurspeglar slælegan málatilbúnað ákæruvaldsins segir stjórn Baugs Group um hinn nýfallna dóm. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér fyrir skömmu. Stjórnin lýsir áfram yfir eindregnum stuðningi við Jón Ásgeir Jóhannesson. Yfirlýsing stjórnar Baugs Group: „Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur felur í sér alvarlegan áfellisdóm yfir vinnubrögðum lögreglunnar og ákæruvaldsins í málinu. Hinn 28. ágúst 2002 var lagt af stað af hálfu lögreglu með alvarlegar ásakanir um stórfelld auðgunarbrot. Í dag var forstjóri félagsins sýknaður af eina brotinu sem var tilefni innrásinnar í Baug en sakfelldur vegna færslu reiknings, sem sérfræðingar efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra töldu fyrst að hefði verið grundvöllur fjárdráttar. Í þau nærfellt fimm ár sem rannsóknin hefur staðið hefur félagið ítrekað þurft að leiðrétta efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra þegar rannsóknin hefur hvað eftir annað beinst inn á ný svið, að því er virðist til þess eins að réttlæta mistök á upphafsstigum málsins. Þá hefur ákæruvaldið fengið ítarlegar leiðbeiningar dómstóla til að lagfæra málatilbúnað sinn. Af samtals 59 liðum í tveimur ákærum liggur nú fyrir að 43 hefur vísað frá, sýknað í 12 og sakfellt í 4, þar af einum ákærulið gagnvart Jóni Ásgeiri og öllum fjórum gagnvart Tryggva Jónssyni. Dómurinn fellir 90% hluta málskostnaðar Jóns Ásgeirs á ríkissjóð. Hér er samtals um að ræða tugi milljóna króna sem ríkissjóði er gert að greiða í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Það endurspeglar mat dómsins á slælegum málatilbúnaði ákæruvaldsins. Þetta bætist við þá tugi milljóna króna sem ríkissjóði hefur áður verið gert að greiða í málskostnað á fyrri stigum málsins. Ákæruvaldið er í dóminum gagnrýnt fyrir að hafa blásið málið út umfram tilefni, málsmeðferð hafi verið of umfangsmikil og vitni leidd fyrir dóminn af þarflausu. Þegar litið er til þess að sakfelling í tilviki Jóns Ásgeirs virðist hvíla á afar veikum grundvelli, þ.e.a.s. framburði Jóns Geralds Sullenberger, verður að telja mjög líklegt að Jón Ásgeir muni í samráði við verjanda sinn áfrýja þeim þætti málsins til Hæstaréttar Íslands. Verulegar líkur eru taldar á að sú áfrýjun muni leiða til sýknu. Baugur Group hf. hefur frá upphafi málsins lýst yfir stuðningi við Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra, í þessu máli. Lýsir stjórn félagsins áfram yfir eindregnum stuðningi við hann nú þegar þessi dómur liggur fyrir. 3. maí 2007, f.h. stjórnar Baugs Group hf., Hreinn Loftsson, hrl., stjórnarformaður." Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Dómur í Baugsmálinu endurspeglar slælegan málatilbúnað ákæruvaldsins segir stjórn Baugs Group um hinn nýfallna dóm. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér fyrir skömmu. Stjórnin lýsir áfram yfir eindregnum stuðningi við Jón Ásgeir Jóhannesson. Yfirlýsing stjórnar Baugs Group: „Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur felur í sér alvarlegan áfellisdóm yfir vinnubrögðum lögreglunnar og ákæruvaldsins í málinu. Hinn 28. ágúst 2002 var lagt af stað af hálfu lögreglu með alvarlegar ásakanir um stórfelld auðgunarbrot. Í dag var forstjóri félagsins sýknaður af eina brotinu sem var tilefni innrásinnar í Baug en sakfelldur vegna færslu reiknings, sem sérfræðingar efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra töldu fyrst að hefði verið grundvöllur fjárdráttar. Í þau nærfellt fimm ár sem rannsóknin hefur staðið hefur félagið ítrekað þurft að leiðrétta efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra þegar rannsóknin hefur hvað eftir annað beinst inn á ný svið, að því er virðist til þess eins að réttlæta mistök á upphafsstigum málsins. Þá hefur ákæruvaldið fengið ítarlegar leiðbeiningar dómstóla til að lagfæra málatilbúnað sinn. Af samtals 59 liðum í tveimur ákærum liggur nú fyrir að 43 hefur vísað frá, sýknað í 12 og sakfellt í 4, þar af einum ákærulið gagnvart Jóni Ásgeiri og öllum fjórum gagnvart Tryggva Jónssyni. Dómurinn fellir 90% hluta málskostnaðar Jóns Ásgeirs á ríkissjóð. Hér er samtals um að ræða tugi milljóna króna sem ríkissjóði er gert að greiða í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Það endurspeglar mat dómsins á slælegum málatilbúnaði ákæruvaldsins. Þetta bætist við þá tugi milljóna króna sem ríkissjóði hefur áður verið gert að greiða í málskostnað á fyrri stigum málsins. Ákæruvaldið er í dóminum gagnrýnt fyrir að hafa blásið málið út umfram tilefni, málsmeðferð hafi verið of umfangsmikil og vitni leidd fyrir dóminn af þarflausu. Þegar litið er til þess að sakfelling í tilviki Jóns Ásgeirs virðist hvíla á afar veikum grundvelli, þ.e.a.s. framburði Jóns Geralds Sullenberger, verður að telja mjög líklegt að Jón Ásgeir muni í samráði við verjanda sinn áfrýja þeim þætti málsins til Hæstaréttar Íslands. Verulegar líkur eru taldar á að sú áfrýjun muni leiða til sýknu. Baugur Group hf. hefur frá upphafi málsins lýst yfir stuðningi við Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra, í þessu máli. Lýsir stjórn félagsins áfram yfir eindregnum stuðningi við hann nú þegar þessi dómur liggur fyrir. 3. maí 2007, f.h. stjórnar Baugs Group hf., Hreinn Loftsson, hrl., stjórnarformaður."
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira