Innlent

Tuttugu milljónum úthlutað úr Þróunarsjóði grunnskóla

Úthlutað hefur verið úr Þróunarsjóði grunnskóla fyrir næsta skólaár en alls voru veittar tuttugu milljón króna úr sjóðnum. Hæsta styrkinn fékk Borgarbyggð, 1,5 milljón króna, fyrir verkefnið Borgarfjarðarbrúin.

Veittir voru styrkir til 35 verkefna en alls bárust sjóðnum 81 umsókn. Næst hæsta styrkinn, eina milljón krón, hlaut Háteigsskóli og Kennaraháskóli Íslands fyrir verkefnið Teymikennsla og valsvæðavinna.

Tilgangur sjóðsins er að efla nýjungar, tilraunir og nýbreytni í grunnskólum. Fimm manna ráðgjafarnefnd metu umsóknir og gerir tillögur til menntamálaráðherra um styrkveitingar. Í nefndinni eru fulltrúar frá Kennaraháskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, samtökum kennara og skólastjóra og menntamálaráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×