Innlent

Um 71 milljón varið til eflingar á þjónustu við geðfatlað fólk á Austurlandi

MYND/VG

Fjölga á búsetuúrræðum og efla dagþjónustu og dagvist fyrir geðfatlað fólk á Austurlandi samkvæmt samkomulagi félagsmálaráðherra og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi. Um 71 milljón verður varið í verkefnið á þessu ári en samkomulagið var undirritað í dag.

Fram kemur í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu að samkomulagið sé gert í samræmi við átak í þjónustu við geðfatlað fólk, stefnu og framkvæmdaáætlun ráðuneytisins.

Um er ræða uppbyggingu búsetu sem er ígildi fjögurra leiguíbúða ásamt starfsmannaaðstöðu sem átak í þjónustu við geðfatlaða mun fjármagna. Þá verður sett af stað þróunarverkefni til að koma á fót félags- og vinnuaðstöðu fyrir fólk með geðraskanir og geðfötlun í samstarfi við önnur félagasamtök á svæðinu. Ennfremur verður sérstæk þjónustu við geðfatlaða aukin meðal annars með stuðningi við átaksverkefnið SAUST.

Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, og Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi, undirrituðu samkomulagið í dag.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×