Innlent

Þjófnaðurinn náðist á öryggismyndavélar

MYND/RE

Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir um helgina fyrir að hafa stolið tösku úr skóla í Grafarvogi. Þjófnaðurinn náðist allur á öryggismyndavélar.

Það voru tveir ávökulir lögreglumenn af svæðisstöðinni í Grafarvogi sem handtóku mennina. Þjófarnir höfðu stolið tösku úr skóla í hverfinu en í henni voru meðal annars ferðatölva og sími.

Þjófarnir reyndu í fyrstu að malda í móinn en frásagnir þeirra þótti ekki trúanlegar. Ekki síst í ljósi þess að öryggismyndavélar eru í umræddum skóla og upptakan af athæfi þjófanna bæði skýr og greinileg.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×