Innlent

Sorgleg sjón fyrir miðbæinn

MYND/Stöð 2

„Þetta er mjög sorgleg sjón fyrir miðbæinn," segir Tómas Kristinsson, eigandi Café Óperu sem er á annarri hæð Lækjargötu 2 sem brennur nú í miðbænum.

Tómas sagðist ekki hafa verið á staðnum þegar eldurinn kom upp en honum skildist sem eldurinn hefði komið upp Pravda-megin, það er í Austurstræti 20. Hann sagði starfsfólk staðarins hafa verið á vettvangi en farið út og það hafi ekki verið í hættu. Aðspurður sagði Tómas að húsnæði Café Óperu væri ónýtt og þá efaðist hann um að húsið myndi standa brunann af sér. Þetta væri sárt þar sem eigendur Café Óperu hefðu nýverið endurnýjað innviði þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×