Innlent

Kaupþingsmót Hellis og TR í skák hafið

Skoski stórmeistarinn John Shaw og Björn Þorfinnsson gerðu jafntefli
Skoski stórmeistarinn John Shaw og Björn Þorfinnsson gerðu jafntefli
Kaupþingsmót Hellis og TR hófst í kvöld í skákhöllinni í Faxafeni. Ingólfur Helgason forstjóri Kaupþings opnaði mótið með því að leika fyrsta leikinn í skák Hjörvars Steins Grétarssonar og skoska stórmeistarans Colin McNabs. Leikurinn endaði með jafntefli. Önnur umferð mótsins hefst í fyrramálið klukkan 10. Teflt er í tveimur flokkum, stórmeistaraflokki og meistaraflokki. Þá skrifaði Kaupþing í dag undir samstarfssamning við Hjörvar Stein og Taflfélagið Hellir. Samningurinn er til fimm ára og er tilgangur hans að efla Hjörvar sem skákmann og styðja þannig við taflmennsku hans bæði innanlands sem utan. Auk þess verður þjálfun hans stórefld. Hjörvar er margfaldur islands- og norðurlandameistari og sá yngsti í íslenskri skáksögu sem teflt hefur í landsliðsflokki Skákþings Íslands. Heimasíða mótsins er http://www.hellir.com/kb2007



Fleiri fréttir

Sjá meira


×