Innlent

Forsetahjónin heimsóttu Ártúnsskóla

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Dorrit Moussaieff forsetafrú komu í heimsókn í Ártúnsskóla í Reykjavík í morgun. Nemendur og kennarar skólans tóku á móti forsetahjónunum í ágætu veðri um klukkan hálf ellefu. Eftir það hófst dagskrá á sal skólans þar sem fluttu tónlist og kynntu fyrir forsetahjónunum hvað muni bera fyrir augu þeirra og eyru í heimsókninni. Að því loknu skoðuðu forsetahjónin einstakar deildir skólans og kynntu sér kennsluhætti og viðhorf nemenda. Ártúnsskóli hlaut íslensku menntaverðlaunin í flokki skóla árið 2006, fyrir nýsköpun og farsælt samhengi í fræðslustarfi. Í hádeginu ávarpar forsetinn nemendur og kennara og fyrir svörum hjá nemendum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×