Innlent

Stjórnarandstaða fíflast með alvarleg málefni

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um auðlindaákvæði í stjórnarskrá verður tekið á dagskrá á mánudag. Stjórnarandstaðan segir að frumvarpið eigi að festa í sessi núverandi kvótakerfi. Hún neitaði að veita afbrigði svo hægt væri að koma frumvarpinu á dagskrá í dag. Forsætisráðherra sakaði stjórnarandstæðinga um að reyna að koma illu til leiðar í stjórnarsamstarfinu og fíflast með alvarleg málefni.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að með frumvarpinu sé annaðhvprt verið að stjórnarskrárbinda réttinn til að úthluta þjóðareign með varanlegum hætti eða útvatna hugtakið þjóðareign með þeim hætti að það glati allri merkingu. Hvort heldur sem er sé alvarlegt mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×