Innlent

Varað við hálku á Suðurlandi og við Faxaflóa

Vegagerðin varar við hríð og hálku víða á Suðurlandi og við Faxaflóa. Þá er mjög hvasst bæði á Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi og hálka á köflum. Ferðalangar eru hvattir til að kynna sér færð á vef Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is eða í þjónustusímanúmerinu 1777.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×