Lífið

Gore braut öryggisreglur

Al Gore
Al Gore MYND/AP

Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, braut óafvitandi öryggisreglur á flugvellinum í Nashville í Tennessee, á dögunum. Gore var ásamt tveim félögum sínum að ná í flug með American Airlines. Þegar hann kom í innritunarsalinn tók ung starfsstúlka, á móti þeim og leiddi þá framhjá öryggishliðinu og að brottfararhliðinu. Það er hreint brot á öryggisreglum.

Flugvallarlögreglan uppgötvaði fljótlega hvað hafði gerst og náði hópnum við brottfararhliðið. Varaforsetinn fyrrverandi og vinir hans voru svo leiddir að öryggishliðinu. Talsmaður flugvallarins sagði að þeir hefðu ekki gert neinar athugasemdir við að vera snúið við, og hefðu fúslega farið í öryggishliðið.

Starfsstúlkunni sem leiddi þá afvega, hefur verið gert að fara aftur á öryggisnámskeið, en aðrar verða afleiðingarnar ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.