Sport

Frumraun Raikkönen á morgun

AFP
Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen mun á morgun þreyta frumraun sína í Ferrari-bílnum þegar liðið heldur bílprófanir á Vellelungabrautinni í grennd við Róm á Ítalíu. Raikkönen hefur enn ekki ekið Ferraribílnum formlega síðan hann gekk í raðir liðsins í sumar, en hann mun aka gamla bílnum á morgun á meðan félagi hans Felipe Massa fær að prófa nýja bílinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×