Erlent

Nýársbarnið ekki af réttu þjóðerni

Auglýsingaherferð leikfangaverslunarinnar Toys "R" Us hefur snúist í höndunum á versluninni eftir að nýársbarni New York borgar var neitað um verðlaun í keppni sem verslunin efndi til á þeim forsendum að kínversk móðir barnsins hafi ekki dvalarleyfi í Bandaríkjunum.

Faðir barnsins er bandarískur en það dugir ekki til að litla stúlkan Yuki Lin fái verðlaunin sem nema 1,8 milljónum króna. Úrskurður verslunarinnar þykir sérstaklega vafasöm markaðsfræði í ljósi þess að aðeins er tæpur mánuður síðan fyrsta Toys "R" Us búðin opnaði á meginlandi Kína í Shanghai.

Yuki Lin fæddist á slaginu tólf á miðnætti og vann í hlutkesti við tvö önnur börn sem fæddust á nákvæmlega sama tíma.

Fyrirtækið segist hins vegar hafa sett í reglur sínar að verðlaunin færu til fyrsta bandaríska barnsins sem fæddist á árinu 2007. Jafnvel þótt á skráningareyðublöðum sem tilvonandi mæður skiluðu inn fyrir áramót stæði að "allar tilvonandi nýársmæður" mættu taka þátt, þá segja forsvarsmenn fyrirtækisins nú að keppnin hafi aðeins verið opin þeim sem hafi gild dvalarleyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×