Enski boltinn

Van der Meyde lofar að bæta sig

NordicPhotos/GettyImages

Hollenski miðjumaðurinn Andy ven dre Meyde hjá Everton segist taka fulla ábyrgð á því hve miklum vonbrigðum hann hefur valdið fyrstu tvö árin sín hjá félaginu og lofar að standa sig betur á næstu leiktíð.

Meyde hefur verið tvö ár hjá Everton og á enn tvö ár eftir af samningnum sem hann undirritaði þegar hann kom frá Inter Milan fyrir 2 milljónir punda í ágúst 2005. Vera hans hjá Everton hefur einkennst meira af eilífum vandræðum en frammistöðu hans á knattspyrnuvellinum, en hann hefur aðeins 12 sinnum verið í byrjunarliði liðsins. Meyde hefur oftar en einu sinni rifist opinberlega við þjálfara sinn og hefur einnig átt við agavandamál að stríða.

"Ég hef ekki átt sérlega náðuga daga hjá Everton og ég veit að ég get betur. Ég vil vera stuðningsmönnum Everton og sjálfum mér þóknanlegur, en ég hef líka verið óheppinn með meiðsli og vona nú að ég geti byrjað með hreint borð á næstu leiktíð. Þetta er bara mér sjálfum að kenna og ég er staðráðinn í að gera betur. Ég get ekki beðið eftir að leiktíðin hefjist á ný og þá vil ég vera í byrjunarliðinu," sagði Andy van der Meyde í viðtali á heimasíðu Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×