Enski boltinn

Eriksson leið illa í fríinu

NordicPhotos/GettyImages

Sven-Göran Eriksson, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester City, segir að árið sem hann var ekki að þjálfa hafi verið mesti álagstími sinn á ferlinum. Eriksson er 59 ára gamall og hefur skrifað undir þriggja ára samning við City.

"Þessi tími olli mér meiri streitu en nokkurt starf í þjálfun og því er ég hæstánægður að vera kominn aftur í boltann. Það var ömurlegt að vakna á morgnana og vita ekki hvað maður ætti að gera næst. Ég hef aldrei áður upplifað þetta og vona að ég eigi ekki eftir að gera það aftur. Ég er því 110% tilbúinn að gefa allt mitt í starfið núna," sagði Svíinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×