Enski boltinn

Santa Cruz vill ólmur fara til Englands

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Roque Santa Cruz hjá Bayern Munchen vill helst af öllu spila í ensku úrvalsdeildinni að sögn umboðsmanns leikmannsins. Santa Cruz gerði gott mót með landsliði sínu á Copa America á dögunum, en hann er ekki inni í myndinni hjá forráðamönnum Bayern á næstu leiktíð.

Sagt er að Blackburn, Manchester City og West Ham hafi öll áhuga á að fá Santa Cruz í sínar raðir, en Bayern mun líklega ekki sætta sig við neitt útsöluverð fyrir kappann.

"Roque hefur vakið áhuga nokkurra liða sem hafa sett sig í samband við mig, en enn hefur ekki komið formlegt tilboð. Hann segist fyrst og fremst hafa áhuga á að komast að hjá liði á Englandi og það er draumur hans að spila í bestu deild í heimi þar í landi," sagði umboðsmaður hins 25 ára gamla framherja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×