Tevez bannað að fara í læknisskoðun

Argentínumaðurinn Carlos Tevez mun ekki fara í læknisskoðun hjá Manchester United á morgun eftir að West Ham neitað að gefa grænt ljós á að hann færi í skoðunina. Mál Tevez er því enn langt frá því að leysast þar sem United, West Ham, MSI-fyrirtækið og enska úrvalsdeildin deila um fyrirhuguð félagaskipti hans til Manchester.