Nú eru gestir á FM´07 farnir að gíra sig upp til ferðalaga. Að venju er vitað af gestum víðsvegar af landinu, og erlendis frá einnig. Jóhan á Plógv frá Færeyjum, meðlimur í Ríðingafélaginu Vága, hefur haft samband við mótshaldara og boðað komu hóps frá Færeyjum.
