Hart deilt í umræðum um forvarnir 21. nóvember 2007 13:07 Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ráðherra ekki drengilegan í umræðu um forvarnir. MYND/Vilhelm Umræða um forvarnarmál á Alþingi varð að heiftúðlegri deilu milli heilbrigðisráðherra annars vegar og þingmanna Framsóknarflokksins og Vinstri - grænna hins vegar. Það var Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem vakti athygli á því að vímuefnavandinn væri dauðans alvara en forvarnadagurinn er í dag. Fagnaði hann auknu fé til forvarna en sagði blikur á lofti, meðal annnars vegna hugmynda um að leyfa bjór- og léttvínssölu í verslunum. Benti hann á að því fyrr sem ungmenni smökkuðu áfengi því meiri líkur væru á því að þau leiddust út í fíkniefnaneyslu. Því væru hugmyndir um að selja bjór og léttvín í matvöruverslunum ekki góð skilaboð. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra sagðist hafa unnið að forvarnamálum frá fyrsta degi í embætti og benti á að Íslendingar hefðu náð góðum árangri í forvörnum, svo góðum að aðferðir Íslendinga væru útflutningsvara. Hins vegar þyrfti að skoða breytinguna þegar börn færu frá grunnskólum upp í framhaldsskóla. Sumarið sem það gerðist ykist vímuefnanotkun yfir 100 prósent hjá ungmennum. Þess vegna hefði hann og menntamálaráðherra tekið höndum saman með framhaldsskólanemum um forvarnastarf í skólunum. Fleir þingmenn tóku til máls og sögðu mikilvægt að vel tækist til í forvarnamálum. Þar þyrftu fjölmargir að koma að, ríki, sveitarfélög, vinnumarkaður og félagasamtök og hreyfingar. Aumkunarverð málsvörn Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra sagði svo við lok umferðarinnar að reynt hefði verið að draga sérstaklega fram stuðning hans við áfengisfrumvarpið. Benti hann á að bæði framsóknarmenn og vinstri - grænir hefðu viljað koma áfengi í búðir. Við það reiddust framsóknarmenn og kvaddi Guðni Ágústsson, formaður Framsóknaflokksins, sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta og sakaði heilbrigðisráðherra um að vera ódrengilegur í umræðu. Framsóknarmenn hefðu ekki viljað bera áfengi í búðir heldur væru þeir á móti áfengisfrumvarpinu. Heilbrigðisráðherra sagði þá að hann væri einungis að vísa til þess að á undanförnum árum hefðu verslanir ÁTVR verið færðar inn í matvöruverslanir og bensínstöðvar, í tíð framsóknarmanna í ríkisstjórn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði ræðu heilbrigðisráðherra aumkunarverða málsvörn fyrir stuðning ráðherrans við áfengisfrumvarpið. Fram væri kastað órökstuddum og röngum fullyrðingum. Vinstri - græn væru fylgjandi ábyrgri og aðhaldssamri áfengisstefnu og vildu ekki áfengi í búðir. Hins vegar vildi flokkurinn góða þjónustu í verslunum ÁTVR. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Umræða um forvarnarmál á Alþingi varð að heiftúðlegri deilu milli heilbrigðisráðherra annars vegar og þingmanna Framsóknarflokksins og Vinstri - grænna hins vegar. Það var Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem vakti athygli á því að vímuefnavandinn væri dauðans alvara en forvarnadagurinn er í dag. Fagnaði hann auknu fé til forvarna en sagði blikur á lofti, meðal annnars vegna hugmynda um að leyfa bjór- og léttvínssölu í verslunum. Benti hann á að því fyrr sem ungmenni smökkuðu áfengi því meiri líkur væru á því að þau leiddust út í fíkniefnaneyslu. Því væru hugmyndir um að selja bjór og léttvín í matvöruverslunum ekki góð skilaboð. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra sagðist hafa unnið að forvarnamálum frá fyrsta degi í embætti og benti á að Íslendingar hefðu náð góðum árangri í forvörnum, svo góðum að aðferðir Íslendinga væru útflutningsvara. Hins vegar þyrfti að skoða breytinguna þegar börn færu frá grunnskólum upp í framhaldsskóla. Sumarið sem það gerðist ykist vímuefnanotkun yfir 100 prósent hjá ungmennum. Þess vegna hefði hann og menntamálaráðherra tekið höndum saman með framhaldsskólanemum um forvarnastarf í skólunum. Fleir þingmenn tóku til máls og sögðu mikilvægt að vel tækist til í forvarnamálum. Þar þyrftu fjölmargir að koma að, ríki, sveitarfélög, vinnumarkaður og félagasamtök og hreyfingar. Aumkunarverð málsvörn Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra sagði svo við lok umferðarinnar að reynt hefði verið að draga sérstaklega fram stuðning hans við áfengisfrumvarpið. Benti hann á að bæði framsóknarmenn og vinstri - grænir hefðu viljað koma áfengi í búðir. Við það reiddust framsóknarmenn og kvaddi Guðni Ágústsson, formaður Framsóknaflokksins, sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta og sakaði heilbrigðisráðherra um að vera ódrengilegur í umræðu. Framsóknarmenn hefðu ekki viljað bera áfengi í búðir heldur væru þeir á móti áfengisfrumvarpinu. Heilbrigðisráðherra sagði þá að hann væri einungis að vísa til þess að á undanförnum árum hefðu verslanir ÁTVR verið færðar inn í matvöruverslanir og bensínstöðvar, í tíð framsóknarmanna í ríkisstjórn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði ræðu heilbrigðisráðherra aumkunarverða málsvörn fyrir stuðning ráðherrans við áfengisfrumvarpið. Fram væri kastað órökstuddum og röngum fullyrðingum. Vinstri - græn væru fylgjandi ábyrgri og aðhaldssamri áfengisstefnu og vildu ekki áfengi í búðir. Hins vegar vildi flokkurinn góða þjónustu í verslunum ÁTVR.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira