Enski boltinn

Tevez fer í læknisskoðun í Manchester á miðvikudag

NordicPhotos/GettyImages

Sky fréttastofan greinir frá því í kvöld að Carlos Tevez muni fara í læknisskoðun hjá Manchester United strax eftir helgina, eða þegar hann lýkur keppni með argentínska landsliðinu á Copa America.

Miklar tafir hafa verið á fyrirhuguðum kaupum Manchester United á framherjanum, því deilur standa enn yfir um það hver á réttinn á leikmanninum. Umboðsmaður og "eigandi" Tevez, Kia Joorabchian, tjáði Sky hinsvegar að nú væri búið að ganga frá lausum endum í málinu og að Tevez gæti gengið í raðir United þegar hann kemur til Englands.

Tevez er væntanlegur til Englands á þriðjudag og mun fara í læknisskoðun hjá United daginn eftir að sögn Joorabchian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×