Enski boltinn

Sagna semur við Arsenal

NordicPhotos/GettyImages
Arsenal gekk í dag frá kaupum á varnarmanninum Bakari Sagna frá franska félaginu Auxerre fyrir óuppgefna upphæð. Sagna hefur skrifað undir langtíma samning við Arsenal og er sagður geta spilað flestar stöður í vörninni sem og á miðjunni. Hann er 24 ára gamall og hefur unnið sér sæti í franska landsliðinu þó hann hafi enn ekki fengið að spila leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×