Enski boltinn

Mourinho tjáir sig ekki frekar

NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho ætlar ekki að tjá sig frekar um veru sína hjá Chelsea í fjölmiðlum fyrr en daginn sem hann verður kynntur sem knattspyrnustjóri hjá nýju félagi. Þessu lýsti hann yfir á heimasíðu umboðsmanns síns í dag.

"Ég ætla ekki að gefa út neinar yfirlýsingar um eitt eða neitt tengdu starfsgrein minni á næstunni og þegar ég gef út yfirlýsingu á blaðamannafundi næst - verð ég orðinn knattspyrnustjóri hjá einhverju félagi," sagði í yfirlýsingu Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×