Fótbolti

Sevilla tapaði heima fyrir Espanyol

Elvar Geir Magnússon skrifar

Einn leikur fór fram í efstu deild spænska boltans í kvöld en þá tapaði Sevilla 2-3 á heimavelli gegn Espanyol. Þetta er annar tapleikur Sevilla í röð en liðið er í sjötta sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir.

Espanyol komst í 2-0 í leiknum en Angel Cervera og Luis Garcia skoruðu mörkin. Gestirnir skoruðu síðan sjálfsmark áður en Arouna Kone jafnaði tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Það var síðan Raul Tamudo sem var hetja Espanyol með því að skora sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×