Fótbolti

Scolari áfrýjar

NordicPhotos/GettyImages

Luiz Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgala í knattspyrnu, áfrýjaði í gær fjögurra leikja banninu sem hann fékk fyrir átök sín við leikmann Serba í landsleik þjóðanna í síðustu viku. Portúgalska knattspyrnusambandið lýsti einróma yfir stuðningi við Scolari sem fær að vita niðurstöðuna þann 4. næsta mánaðar.

Scolari ar líka sektaður um 12,000 evrur fyrir að slá til Ivica Dragutinovic eftir leikinn, en ef bann hans stendur mun hann missa af öllum fjórum landsleikjunum sem Portúgalar eiga eftir í riðli sínum í undankeppni EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×