Enski boltinn

Jol sagður á útleið

NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið Daily Mail hefur öðrum fremur verið duglegt við að skrifa um að Martin Jol verði rekinn frá Tottenham á næstunni. Blaðið heldur því fram í dag að Jol sé þegar búinn að gera starfslokasamning við félagið og muni hætta störfum um leið og eftirmaður hans finnst.

Jol er sagður mjög leiður á sífelldum orðrómi þess efnis að Tottenham sé í reglulegu sambandi við menn eins og Juande Ramos og Jose Mourinho, en því er ekki að neita að byrjun liðsins í úrvalsdeildinni er skelfileg.

Tottenham hefur eytt meiri peningum en flest lið í ensku úrvalsdeildinni síðustu 2-3 árin og því er eðlilegt að stjórnin sé ekki kát með einn sigur úr fyrstu sjö deildarleikjunum.

Martin Jol hefur blásið á allar sögusagnir um að hann sé að hætta og kallar þær "kjaftæði" en það hefur ekki nægt til að kæfa niður sífelldan orðróm um að stjórn félagsins sé búin að fá nóg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×