Enski boltinn

Mancini orðaður við Liverpool

NordicPhotos/GettyImages

Liverpool eru orðaðir við kaup á Alessandro Mancini, leikmann Roma samkvæmt umboðsmanni leikmannsins, Gilmar Veloz. Mancini átti frábært tímabil með Roma á síðasta tímabili. Veloz segir að hann hafi talað við Rafa Benitez, framkvæmdastjóra Liverpool, en tekur það fram að engar samningsviðræður hafi átt sér stað á milli liðanna.

„Liverpool hefur sýnt áhuga og Benitez hefur talað við mig," sagði Veloz. „Ég sagði að þeir þyrftu að tala við forráðamenn Roma fyrst. Ef Roma myndi vilja selja Mancini myndi ég ekki eiga í vandræðum með samningamál."

Juventus hefur einnig sagt frá áhuga sínum á leikmanninum, sem er samningsbundinn Roma til 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×