Enski boltinn

City kaupir Svisslending fyrir metupphæð

Fernandes er dýrasti leikmaður í sögu svissnesku deildarinnar.
Fernandes er dýrasti leikmaður í sögu svissnesku deildarinnar. NordicPhotos/GettyImages

Enska Úrvalsdeildarliðið Manchester City hefur landað hinum efnilega Gelson Fernandes, 20 ára svissneskum miðjumanni. City keypti leikmanninn frá Sion fyrir 3,8 miljónir punda sem er met í svissnesku deildinni.

Fernandes var eftirsóttur af fleiri liðum úr Úrvalsdeildinni en Bolton og Manchester City höfðu bæði áhuga á leikmanninum áður en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við City. Fernandes, sem er fyrirliði U-21 liðs Svisslendinga, mun hitta nýju liðsfélaga sína á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×