Enski boltinn

Mourinho: Pressan er öll á United

NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho vill lítið tjá sig um vasklega framgöngu keppinauta hans í Manchester United á leikmannamarkaðnum í sumar en segir að aukin umsvif félagsins í sumar geri ekkert annað en að auka pressuna á þá rauðu.

"Eyðsla Manchester United í sumar er eitthvað sem við stýrum ekki, viljum ekki stýra og viljum ekkert tjá okkur um. En þegar við eyddum miklu á markaðnum bentu allir á okkur og sögðu að við yrðum að vinna deildina. Það var af því við vorum eð eyða mestum peningum, en það höfum við ekki verið að gera núna. Við keyptum bara Florent Malouda og erum mjög ánægðir með það," sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×