Innlent

Reykjanesbær mun nýta sér forkaupsrétt í Hitaveitu Suðurnesja

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að Reykjanesbær hafi hug á að nýta sér forkaupsrétt á 15% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Hann segist gjarnan vilja að Geysir Green Energy eignist ákveðinn hluta í fyrirtækinu en að hámarki um 30%. Hann undrast viðbrögð Orkuveitu Reykjavíkur og hefði gjarnan viljað að forsvarsmenn Orkuveitunnar hefðu talað við sig áður en ferlið í dag fór af stað. Þetta kom fram í samtali Árna við Kristinn Hrafnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×